47. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 09:03


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:03
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:09
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:03
Einar Kárason (EinK) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:03
Inga Sæland (IngS), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:03
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:53
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:03
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:03

Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl.11:35 og Páll Magnússon kl. 11:40 vegna annara starfa á vegum Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2019 Kl. 09:03
Til fundarins komu Auður Árnadóttir og Helgi Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Kl. 10:00. Ingilín Kristmannsdóttir, Sigurbergur Björnsson og Guðbjörg Sigurðardóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þau fóru yfir áhættumat, framkvæmd fjárlaga 2019 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Kynjuð fjárlagagerð Kl. 11:11
Til fundarins kom Herdís Sólborg Haraldsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún fór yfir málefni kynjaðrar fjárlagagerðar og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:52
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:53
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:54